Sagði enga vernd í dómstólum

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Rósa Braga

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi harðlega á Alþingi í dag ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra sem hann lét falla á þingi í gær í umræðu um mögulegar forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu. Þar sagði ráðherrann að kæmi til þess að lögregla fengi slíkar heimildir þyrfti alltaf til þess dómsúrskurð.

Helgi benti á að nær allar beiðnir lögreglu um hleranir væru samþykktar. Dómstólar veittu því enga vernd í þeim efnum. Ennfremur væri borgurunum vissulega heimilt að hafna því að leitað væri á þeim en þá væri þeim hótað handtöku af lögreglu. Sagði þingmaðurinn að auknar rannsóknarheimildir lögreglu ættu ekki að koma til umræðu fyrr en tekið hefði verið á slíkum málum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert