„Þetta er góða stressið“

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á stórsýninguna Billy Elliott sem verður frumsýnd á föstudag. Óhætt er að segja að sýningin sé mikið sjónarspil enda eru um 70 manns sem standa að henni en sviðsljósið mun þó umfram aðra beinast að hinum 11 ára gamla Hirti Viðari sem leikur Billy.

mbl.is kíkti á æfingu í Borgarleikhúsinu fyrir helgi þar sem við hittum Hjört en hann hefur verið við stífar æfingar frá því í júní. Mikil eftirvænting ríkir fyrir uppfærslunni sem er byggð á samnefndri kvikmynd sem naut mikilla vinsælda og er uppselt á sýningar langt fram í tímann.

<span>Þar sem álagið er svo mikið</span><span> og sýningar mörgum sinnum í viku þá þarf að hafa þrjá stráka í hlutverki Billy, sem eru auk Hjartar þeir</span>

 Baldvin Alan Thorarensen og Sölvi Viggósson Dýrfjörð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert