Vilja óundirbúna fyrirspurnartíma

Borgarstjórn Reykjavíkur.
Borgarstjórn Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Borgarstjórn Reykjavíkur ræðir í dag tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks um að fyrsti dagskrárliður borgarstjórnarfunda verði óundirbúnar fyrirspurnir til borgarstjóra.

Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi, telur að slíkt fyrirkomulag mundi gera borgarstjórnarfundi skilvirkari. Með því yrði borgarfulltrúum kleift að taka upp brýn og bráð mál. Þau fengju þannig umræðu og borgarstjóri svaraði strax.

„Við sáum vel þörfina fyrir þetta þegar upp komu hræðileg mál varðandi Ferðaþjónustu fatlaðra,“ sagði Júlíus Vífill. „Slíkt getur gerst og þá þarf að vera hægt að ræða það nánast fyrirvaralaust.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert