Lögmaður tveggja einstaklinga vill lögbann á umfjöllun Kastljóss í kvöld

„Við teljum að fjölmiðlalög heimili svona hluti þegar almannahagsmunir krefjist og við teljum að þarna eigi almannahagsmunir við. Við teljum mjög brýnt að almenningur viti af því hvernig svona sölustarfsemi fer fram,“ segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, í samtali við mbl.is.

Lögmaður tveggja einstaklinga hefur staðfest við Sigmar að búið sé að leggja fram lögbannskröfu á umfjöllun Kastljóss í kvöld. Í umfjöllun kvöldsins er fjallað um tvo menn sem bjóða til sölu „mjög óhefðbundin og samkvæmt vísindalegum skoðunum vafasöm tæki til að vinna á hinum og þessum sjúkdómum“, segir Sigmar og bætir við að í báðum tilfellum sé um að ræða dauðvona menn sem reynt er að selja tækin. Í umfjöllun þáttarins er sýnt hvernig slík sölustarfsemi fer fram og til þess voru samskiptin tekin upp með falinni myndavél.

Þátturinn fer í loftið eins og staðan er núna

„Þetta er angi af þessari umræðu, sumir vilja kalla þetta snákaolíu eða skottulækningar. Við erum ekki að leggja neinn dóm á það, við bara sýnum hvað þeir hafa fram að færa gagnvart dauðvona fólki,“ segir Sigmar. Þá er einnig rætt við sérfræðinga og aðra sem greina frá því að það sé ekkert sem styðji það að viðkomandi tæki hafi lækningamátt.

Sigmar segist ekkert hafa heyrt frá sýslumanni og því viti hann ekki nákvæmlega hvar málið stendur. „Eins og staðan er núna fer þátturinn bara í loftið,“ segir Sigmar.

Árið 2009 fékk Kaupþing sett lög­bann á um­fjöll­un RÚV upp úr glær­um af lána­nefnd­ar­fundi Kaupþings.

Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, og Ólöf Skaftadóttir.
Sigmar Guðmundsson, ritstjóri Kastljóss, og Ólöf Skaftadóttir. Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert