Ekki ákveðið með utanferð Árna

Árni Þór Sigurðsson sendiherra.
Árni Þór Sigurðsson sendiherra. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvenær Árni Þór Sigurðsson, sendiherra og fyrrverandi þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, heldur til starfa sem sendiherra Íslands á erlendri grund að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins.

Árni Þór kom til starfa í ráðuneytinu um miðjan síðasta mánuð og starfar hann þar á vegum þróunarsamvinnuskrifstofu ráðuneytisins. Upplýst var á síðasta ári að þeir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, yrðu skipaðir sendiherrar í utanríkisþjónustunni.

Vangaveltur voru um að Geir yrði sendiherra Íslands í Bandaríkjunum en Árni Þór í Rússlandi. Geir tók við sendiherraembætti í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári en engin ákvörðum hefur sem fyrr segir verið tekin í þeim efnum.

Frétt mbl.is:

Geir hitti Obama í Hvíta húsinu

Árni sagði af sér þingmennsku í dag

Geir Haarde sendiherra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert