Dimm ofanhríð og öflugar hviður

Reiknað er með sterkum vindhviðum á Vesturlandi.
Reiknað er með sterkum vindhviðum á Vesturlandi. mbl.is/Gúna

Það hvessir með morgninum sunnan- og vestanlands með snjókomu, einkum á fjallvegum, en síðar slyddu eða rigningu á láglendi. Þannig eru líkur á að mjög blint verði og dimm ofanhríð á veginum austur fyrir fjall frá því um hádegi og þar til skil lægðarinnar verða farin yfir á milli kl. 17 og 18. Þá er reiknað með hviðum 30-40 m/s undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi á frá því laust fyrir hádegi og þar til síðdegis, samkvæmt upplýsingum veðurfræðings Vegagerðarinnar.

Sjá frétt mbl.is: Lítt spennandi spá

Sjá frétt mbl.is: Vonskuveður? Hvað er það?

Um kl. 8 í morgun var hálka á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka eða hálkublettir er allvíða á Suðurlandi.

Á Vesturlandi eru hálkublettir en hálka á fjallvegum og í Svínadal. Þæfingur og skafrenningur er á Fróðárheiði. Hálka eða snjóþekja er nánast á öllum á vegum á Vestfjörðum, þó aðeins hálkublettir á Innstrandavegi.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á vegum og eitthvað um éljagang. Þæfingsfærð er á Tjörnesi en ófært á Hólasandi og Hófaskarði. Siglufjarðarvegur er lokaður utan Fljóta vegna snjóflóðahættu.

Þungfært er á Möðrudalsöræfum en þæfingur á Vopnafjarðarheiði. Annars er hálka eða hálkublettir á vegum á Austurlandi. Greiðfært er frá Breiðdalsvík með suðausturströndinni vestur undir Öræfi en þar tekur við hálka og hálkublettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert