Búið að loka Hellisheiði

Búið er að loka leiðinni um Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli.
Búið er að loka leiðinni um Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli. mbl.is/Malín Brand

Lokað er um Hafnarfjall, Sandskeið, Hellisheiði og Þrengsli en opið er um Suðurstrandaveg en þar er óveður. Lokað er um Mosfellsheiði, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. 

Í frétt frá Landsbjörgu segir að mjög blint sé nú á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og ekkert ferðaveður. Björgunarsveitir fyrir austan fjall og af höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til aðstoðar ökumönnum en nokkrir bílar eru fastir eða útaf á heiðinni og nokkrir á Sandskeiði. Sjá veðurvef mbl.is.

Frá því um hádegi verður mjög blint verði og dimm ofanhríð á veginum austur fyrir
fjall frá og þar til skil lægðarinnar verða farin yfir á milli kl. 17 og 18. Eins
stórhríðarveður um tíma og lítið skyggni á Vatnleið, Bröttubrekku, Svínadal og á
Holtavörðuheiðinni, sem og á sunnanverðum Vestfjörðum. Þá er reiknað með
hviðum 35-45 m/s undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi á frá því laust fyrir hádegi og þar
til síðdegis. Einnig á norðanverðu Snæfellsnesi.

Búið er að loka Hafnarfjalli fyrir allri umferð, einnig er lokað á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum og líka á Mosfellsheiði.  Hálkublettir og óveður eru á Kjalarnesi, hálka og óveður er við sunnanverðan Hvalfjörð. Óveður er á Reykjanesbraut, Grindavíkurvegi og við Festarfjall en alveg greiðfær vegur. Hálka eða hálkublettir er víða á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir og skafrenningur á fjallvegum. Lokað er um Búlandshöfða. Ófært og stórhríð er á Fróðárheiði. Hálka og óveður er undir Hafnarfjalli. Stórhríð og hálka er á Útnesvegi.

Hálka eða snjóþekja er nánast á öllum á vegum á Vestfjörðum, þó aðeins hálkublettir á Innstrandavegi. Ófært og stórhríð er á Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði.

Á Norðurlandi er hálka, hálkublettir eða snjóþekja  á vegum og eitthvað um skafrenning. Þæfingur og skafrenningur er á Öxnadalsheiði og versnandi veður.

Hálka, snjóþekja eða hálkublettir eru á vegum á Austurlandi. Greiðfært er frá Breiðdalsvík með suðausturströndinni vestur undir Öræfi en þar tekur við hálka og hálkublettir. Óveður er við Hvamm undir Eyjafjöllum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert