FG áfram í úrslit Gettu betur

Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Ljósmynd/RÚV

Lið Fjölbrautaskólans í Garðabæ vann sigur á Fjölbrautaskóla Vesturlands í síðari viðureign undanúrslita í Gettu betur. Leikar fóru 22-19. FG mætir liði Menntaskólans í Reykjavík í úrslitum næstkomandi miðvikudag.

Samkvæmt tilkynningu frá RÚV hefur FG aldrei áður komist í úrslit Gettu betur en lið skólans sigraði lið Fjölbrautaskóla Suðurlands í átta liða úrslitum.

„Staðan að loknum hraðaspurningum var 15 - 13 FVA í vil en FG seig smám saman framúr og hélt forrystunni allt til loka keppninnar sem endaði sem fyrr segir 22 - 19. Mikil spenna var á lokakaflanum en FVA hafði möguleika á að jafna í þríþrautinni sem gefur þrjú stig hefði liðið svarað rétt. Svo varð ekki og því fór sem fór,“ segir í tilkynningunni.

Úrslitakeppnin fer fram í Háskólabíó og verður í beinni útsendingu á RÚV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert