Gagnaverin að missa af viðskiptum

Gagnaver Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ reiðir sig að …
Gagnaver Verne Global á Ásbrú í Reykjanesbæ reiðir sig að stórum hluta á samband við umheiminn gegnum Farice-strenginn til Skotlands og Danice-strenginn til Danmerkur, sem og Greenland Connect.

„Íslensk stjórnvöld og Farice hafa réttilega bent á að flutningsgeta strengjanna í dag sé meira en næg. Það er alveg rétt en Emerald benti á að sambandið til Bandaríkjanna þyrfti að vera betra.“

Þetta segir Eyjólfur Magnús Kristinsson hjá Advania í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í samtali í blaðinu telur hann ljóst að starfandi gagnaver hér á landi séu að missa af viðskiptum vegna slaks gagnaflutningssambands héðan og vestur til Bandaríkjanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert