Minni framleiðsla hækkaði verðið

Bensínið er að hækka aftur.
Bensínið er að hækka aftur. mbl.is/Árni Sæberg

Ökumenn hafa væntanlega orðið varir við að eldsneytisverð hefur hækkað á ný að undanförnu, eftir að hafa komist niður fyrir 200 krónurnar um miðjan janúar sl.

Olíufélögin hækkuðu lítraverðið um tvær krónur um síðustu helgi og algengt verð á bensíni er nú rúmar 209 krónur og dísilolían á rúmar 211 krónur. Lægst fór bensínið í janúar í 197,60 krónur og dísillinn í 199,60 krónur.

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið að hækka og gengi dollars sömuleiðis. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Ásgeirsson hjá N1 meginskýringu á hækkun heimsmarkaðsverðs þá að Sádi-Arabar framleiddu mun minna í janúar og febrúar en reiknað hafði verið með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert