Ræður úrslitum um gjaldeyrisöflun

Ferðamenn skapa mikil verðmæti á Íslandi.
Ferðamenn skapa mikil verðmæti á Íslandi. mbl.is/Styrmir Kári

Gjaldeyrisöflun ferðaþjónustunnar hafði úrslitaþýðingu fyrir gjaldeyrisjöfnuð þjóðarbúsins í fyrra og kom í veg fyrir veikingu krónu vegna halla af vöruskiptum við útlönd. Því er innflutt verðbólga lægri en ella.

Þetta er mat Yngva Harðarsonar, framkvæmdastjóra Analytica, en tilefnið eru nýjar tölur sem sýna að ferðaþjónustan skilaði 303 milljörðum í þjónustuútflutning í fyrra, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Afgangur af þeim útflutningi var 138,8 milljarðar í fyrra en til samanburðar var um 11 milljarða halli á vöruskiptum, samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti síðdegis í gær. Yngvi telur aðspurður að ferðaþjónustan hafi orðið það vægi að hún vegi upp sveiflur í hinum helstu útflutningsgreinum landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert