Rýming gekk vel á Patreksfirði

Hættustigi var lýst yfir á Patreksfirði í dag vegna snjóflóðahættu.
Hættustigi var lýst yfir á Patreksfirði í dag vegna snjóflóðahættu.

Vel gekk hjá lögreglu og björgunarsveitum að rýma svæði fjögur á Patreksfirði fyrr í dag samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. Veður hefur skánað á svæðinu, búið er að hlýna og blotna.

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra fundar kl. 20 um stöðu mála en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Vestfjörðum má gera ráð fyrir að hættustigi verði ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið.

Frétt mbl.is: Tugir íbúa á hættusvæðinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert