Stefnt að því að opna svæðið

Gosstöðvarnar 1. mars Bárðarbunga er dældin sem sést í norðanverðum …
Gosstöðvarnar 1. mars Bárðarbunga er dældin sem sést í norðanverðum Vatnajökli neðst vinstra megin á myndinni. Efst til hægri sést Holuhraun. LANDSAT-8/Jarðvísindastofnun, NASA & USGS

Þrír hópar vísindamanna voru að störfum í og við Holuhraun í gær, að sögn Víðis Reynissonar, deildarstjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Hópur frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands var að skoða eldgígana, hitamæla og hæðarmæla hraunið. Hópur frá Veðurstofu Íslands var að setja upp enn fleiri mæla en fyrir voru til að mæla gasið sem frá hrauninu kemur. Einnig var starfsfólk Veðurstofunnar að færa til mælitæki til að mæla betur afgösun hraunsins. Þá átti hópurinn að vinna að viðhaldi á mælitækjum.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að hópur frá Bresku jarðvísindastofnuninni var að mæla gasmengun. Breska ríkisstjórnin styrkti rannsóknarverkefnið og var þetta í annað skiptið í vetur sem hópurinn kom hingað til rannsókna. Niðurstöður rannsóknanna verða birtar opinberlega og munu því nýtast öllum vísindamönnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert