Breytir ekki lífslíkum hrefna

á Hvalaskoðun er ekki talin draga úr lífslíkum hrefna.
á Hvalaskoðun er ekki talin draga úr lífslíkum hrefna. mbl.is/Jim Smart

Ekki er talið líklegt að hvalaskoðun hafi langvarandi neikvæð áhrif á lífslíkur hrefna.

Rannsókn sem Marianne H. Rasmussen, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Húsavík, gerði ásamt fleirum leiddi þetta í ljós. Grein um rannsóknina birtist nýlega í vísindaritinu The Journal of Wildlife Management.

Fylgst var með hegðun hrefna í Faxaflóa sumurin 2008 til 2013. Annars vegar var fylgst með hrefnum úr Garðskagavita með sjónhornmæli og sjónaukum. Hins vegar var fylgst með hrefnum úr hvalaskoðunarbáti og voru teknar myndir til að meta fjarlægð hrefnanna frá bátnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert