Einn rammi fyrir landbúnaðinn

Bændur vilja semja við ríkið til tíu ára til að …
Bændur vilja semja við ríkið til tíu ára til að tryggja rekstrargrundvöll og skapa sóknarfæri fyrir landbúnaðinn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ályktun Búnaðarþings um búvörusamninga rímar að mörgu leyti við þá stefnumörkun sem Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra setti fram í ávarpi á Búnaðarþingi.

Stefnir því í að gerður verði einn rammasamningur fyrir allan landbúnaðinn og undirsamningar fyrir einstakar búgreinar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu  í dag.

Umfjöllun um búvörusamninga við ríkið var eitt helsta verkefni Búnaðarþings sem lauk í gærkvöldi. Núgildandi samningar renna út á næstu tveimur til þremur árum. Landbúnaðarráðherra lagði til að þeir samningar sem fyrr renna út verði framlengdir og samið um allt sviðið í einu. Búnaðarþing samþykkti ýtarlega stefnumörkun Bændasamtakanna við gerð þessara samninga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert