Hálka og ófærð

mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum. Mikið er um hálka víða á Suðurlandi og uppsveitum Árnessýslu, þó eitthvað um hálkubletti.

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir og skafrenningur á fjallvegum. Snjóþekja og éljagangur með hvassviðri er á Holtavörðuheiði. Hálka er á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er ófært á Steingrímsfjarðarheiði en þar er mokstur hafin. Flughált er um Rakadalshlíð og Þorskafjörð. Þæfingsfærð með skafrenningi er á Mikladal og Hálfdáni en snjóþekja á Kleifaheiði.

Á Norðurlandi er víða hálka og snjóþekja. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Mokstur er í gangi á flestum leiðum.

Á Norðurlandi eystra og Austfjörðum er víða hálka. Flughálka er á Vatnsskarði eystra. Ófært er á Hólasandi.

Hálka, snjóþekja eða hálkublettir eru á vegum á Austurlandi. Greiðfært er frá Breiðdalsvík með suðausturströndinni vestur undir Öræfi en þar tekur við hálka og hálkublettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert