Hálka víða um land

Hálka í höfuðborginni
Hálka í höfuðborginni mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum. Mikið er um hálku víða á Suðurlandi og uppsveitum Árnessýslu, þó eitthvað um hálkubletti. Það er víða hálka í þéttbýlisstöðum og verið að salta og sanda götur og stíga.

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir og skafrenningur á fjallvegum. Hálka og éljagangur með hvassviðri er á Holtavörðuheiði. Ófært er á Fróðárheiði.

Á Vestfjörðum er djúpið í flughálku, einnig á Flateyrarvegi og Breiðadal og snjóar þar líka einnig er flughálka frá Staðardal og Drangsnesi. Ófært og stórhríð er á Steingrímsfjarðarheiði en beðið er með mokstur þar. Þungfært um Þröskulda eins og er. Ófært er á Hálfdán og Kleifaheiði en þæfingsfærð er á Mikladal. Lokað er um Raknadalshlíð. Þungfært er um Klettsháls. Verið er að kanna aðstæður á öðrum leiðum.

Á Norðurlandi er víða hálka og snjóþekja. Flughálka með éljagangi er frá Hrútafirðinum og uppá Laugabakka, Þverárfjalli, Langadal og Norðurárdal sem og frá Hofsósi að Siglufirði og á Grenivíkurvegi. Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Mokstur er í gangi á flestum leiðum.

Ófært er á Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Biskupshálsi, Jökuldal og Hólasandi. Flughálka er á Oddskarði. Þungfært og skafrenningur á Vopnafjarðarheiði.

Hálka, snjóþekja eða hálkublettir eru á vegum á Austurlandi. Greiðfært er frá Breiðdalsvík með suðausturströndinni vestur undir Öræfi en þar tekur við hálka og hálkublettir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert