Meðaltyppið aðeins minna en pulsa?

Nýlega voru birtar niðurstöður vís­inda­manna í Bretlandi um meðalstærð og ummál getnaðarlima. Miklar umræður mynduðust í kjölfarið víða um heim og hafa ýmsir tjáð sig um typpastærðir. Mbl.is fór á stúfana og kannaði hvað nemendur Háskóla Íslands teldu hinn meðallanga reður vera stóran.

Vísindamennirnir tóku saman mælingar á yfir 15 þúsund getnaðarlimum, en tilgang­ur rann­sókn­ar­inn­ar var m.a. að safna gögn­um til viðmiðunar þegar menn kvarta yfir litl­um getnaðarlim.

Niður­stöður voru þær að meðallengd getnaðarlima (eins og þeir hanga) er 9,16 sm, en 13,24 sm þegar teygt hef­ur verið úr þeim. Þá er meðallengd í fullri reisn 13,12 sm. Meðal um­mál getnaðarlima (eins og þeir hanga) er 9,31 sm, en 11,66 í fullri reisn.

Viðmælendur mbl.is giskuðu á að meðallengdin væri allt frá 10 sm upp í 20 sm, svo ljóst er að ekki eru allir sammála um niðurstöðurnar. En skiptir stærðin máli?

Frétt mbl.is: Meðallengd reðursins liggur fyrir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert