Neyðarstjórnin lýkur störfum í dag

Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Neyðarstjórn Strætó, sem sett var yfir ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, lýkur störfum í dag.

Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, leiddi stjórnina sem var skipuð fulltrúum frá Öryrkjabandalaginu, Sjálfsbjörg og Þroskahjálp auk fulltrúa frá hverju sveitarfélagi fyrir sig sem eiga aðild að ferðaþjónustunni.

Neyðarstjórnin var skipuð í fjórar vikur og átti að skoða að þeim tíma liðnum hvort þörf væri á því að hún starfaði áfram. Stefán bjóst ekki við því þegar Morgunblaðið bar það undir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert