Óveður á Holtavörðuheiðinni

mbl.is/Björn Jóhann

Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og hálka víða á Suðurlandi en einnig eitthvað um hálkubletti.

Veðurvefur mbl.is

Vestanlands er hálka og hálkublettir á vegum og skafrenningur á fjallvegum. Óveður er á Holtavöruðheiðinni og mjög hvasst og blint. Hálka eða snjóþekja er víða á Vestfjörðum en þæfingsfærð og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði. Þæfingsfærð er einnig með stórhríð á Mikladal og Hálfdán en snjóþekja og skafrenningur á Kleifaheiði og Þröskuldum.

Víða er hálka eða snjóþekja á Norðurlandi vestra og hvasst. Snjóþekja og stórhríð er á Öxnadalsheiði en hálka og óveður á Vatnsskarðinu. Hálka er á Norðurlandi eystra en flughálka á Vatnsskarði eystra. Ófært er á Hólasandi.

Þá er hálka, snjóþekja eða hálkublettir eru á vegum á Austurlandi. Greiðfært er frá Reyðarfirði og með suðausturströndinni vestur undir Öræfasveit en þar taka við hálkublettir.

Frétt mbl.is: Djúp lægð nálgast landið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert