Sirkusinn hættir að nota fíla

Fílar í sýningu Ringling Brothers and Barnum & Bailey Circus.
Fílar í sýningu Ringling Brothers and Barnum & Bailey Circus. Af Wikipedia

Eitt stærsta fjölleikahús Bandaríkjanna hefur ákveðið að hætta að nota fíla í sýningum sínum.

The Ringling Brothers and Barnum & Bailey Circus ætlar samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar að hætta að nota fílana í sýningum sínum fyrir árið 2018. Forsvarsmenn fjölleikahússins segja að sífellt háværari gagnrýni hafi komið fram á að nota slíkar skepnur í skemmtiatriðunum. Þá hafi dýraverndunarsinnar gagnrýnt aðbúnað dýranna.

Fjölleikahúsið á 43 fíla og munu þeir nú eyða síðustu æviárunum í griðlandi á Flórída.

Á undanförnum árum  hafa mörg lönd og einnig sumar borgir sett lög sem banna notkun fíla í afþreyingarskyni. Það hefur orðið til þess að erfitt er að fara um með sirkusinn, að sögn framkvæmdastjórans, Kenneth Feld.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert