Verðtryggð innistæða lækkaði í mars

Vegna lækkunar á vísitölu neysluverðs í janúar lækkuðu innistæður á verðtryggðum reikningum um mánaðamótin.

Fræðslustjóri Íslandsbanka segir algengt að fólk með verðtryggða reikninga undrist að innistæða reikinganna skuli lækka milli mánaða þegar vísitala neysluverðs lækkar en það sé á misskilningi byggt að halda að raunávöxtun á verðtryggðum reikningum geti verið neikvæð.

Verðbólga síðustu 12 mánuði var 0,8%, þar af lækkaði vísitala neysluverðs í fjóra mánuði af tólf, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert