Björgunarmenn komnir á vettvang

Þessi mynd var tekin á leiðinni inn á jökul.
Þessi mynd var tekin á leiðinni inn á jökul. Ljósmyndari/Stephan Mantler

Snjóbíll frá Höfn er kominn að uppgefinni staðsetningu á Vatnajökli og björgunarsveitarmenn leita nú að gönguskíðamönnunum tveimur sem óskuðu eftir aðstoð í morgun. Lítið skyggni er á vettvangi og leiðindaveður en það hefur heldur skánað.

Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar, segist gera ráð fyrir að mennirnir finnist á næstu mínútum. Björgunarmenn hafa ekki verið í sambandi við þá síðan í hádeginu, en til stóð að heyra í þeim þá og þegar og biðja þá að gera vart við sig.

Mennirnir eru ágætlega haldnir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert