Hvasst og hiti á bilinu 0-5 stig

Búast má við nokkuð hvössu veðri á morgun. Myndin er …
Búast má við nokkuð hvössu veðri á morgun. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir að vindur snúist í sunnan- og suðvestanátt með éljum og krapaéljum sunnan- og vestanlands. Verður vindurinn á bilinu 8-18 m/s, hvassast við suðausturströndina.

Það mun stytta upp norðan- og austanlands og verður bjart með köflum þar á morgun. Hiti verður á bilinu núll til fimm stig, en víða vægt frost inn til landsins.

Sjá veðurvef mbl.is

Vegagerðin varar við miklu steinkasti víða á Skeiðarársandi.

Hálka og skafrenningur er á Hellisheiði og hálka í Þrengslum. Hálkublettir eru nokkuð víða á Suðurlandi en hálka og snjóþekja er í uppsveitum Suðurlands. Flughált er á Krísuvíkurvegi.

Á Vesturlandi er hálka og hálkublettir og éljagangur víða. Snjóþekja og skafrenningur er  Holtavörðuheiði en þæfingur og skafrenningur er á Bröttubrekku. Þungfært og skafrenningur er á Fróðárheiði.

Hálka eða snjóþekja er á Vestfjörðum og éljagangur mjög víða. Þæfingur og skafrenningur er á Steingrímsfjarðarheiði, Mikladal og Hálfdán. Þungfært og skafrenningur er á Klettshálsi.

Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir en hálka og éljagangur er á Siglufjarðarvegi. Þæfingur og skafrenningur er á Öxnadalsheiði. Á Norðurlandi eystra er hálka eða snjóþekja á vegum.

Það er hálka eða hálkublettir á vegum á Austurlandi. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Fjarðarheiði og á Möðrudalsöræfum. Hálka eða hálkublettir eru með suðausturströndinni og snjókoma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert