Upplýsingabréf, ekki innheimta

Átta þúsund erfingjar látinna ábyrgðarmanna fá þessa dagana bréf frá …
Átta þúsund erfingjar látinna ábyrgðarmanna fá þessa dagana bréf frá LÍN. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jónas Fr. Jónsson, stjórnarformaður Lánasjóðs íslenskra námsmanna, segir að LÍN sendi árlega tilkynningar til um 47 þúsund ábyrgðarmanna.

Nú þessa dagana sé til viðbótar verið að senda um átta þúsund erfingjum ábyrgðarmanna, sem létust fyrir mitt ár 2012, samskonar tilkynningar um hver staða lána er.

„Lán með ábyrgðum hjá LÍN nema samtals um 130 milljörðum króna,“ segir Jónas í umfjöllun ábyrgðir á lánum námsmanna í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að mikilvægt sé að hafa í huga að ekki reyni á ábyrgð nema lán lendi í vanskilum. „Þegar það gerist á ábyrgðarmaður lánsins kröfu á skuldarann,“ sagði Jónas.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert