Vilja mat á hagsmunum vegna hvalveiða

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. mbl.is/Rax

Alþjóðadýravelferðarsjóðurinn, IFAW, lýsir stuðningi við þingsályktunartillögu þess efnis að fram fari óháð mat á hagsmunum Íslands vegna hvalveiða í íslenskri lögsögu. Í umsögn sjóðsins við tillöguna segir brýnt að úr því verði skorið hverjir hinir raunverulegu efnahagslegu hagsmunir séu af hvalveiðunum.

Ljóst sé að aðeins 10% af hrefnukvótanum hafi veiðst á síðasta ári og útflutningur á afurðum úr langreyðum sé umtalsverðum erfiðleikum háður. 

Níu þingmenn stjórnarandstöðunnar eru flutningsmenn tillögunnar, en þeir vilja meðal annars að metnir verði efnahagslegir og viðskiptalegir hagsmunir, þar með talið verðmæti útflutnings og þróun markaðar fyrir hvalkjöt, bæði hér heima og í Japan. 

Í umsögn IFAW, sem Sigursteinn Másson, fulltrúi IFAW á Íslandi, skrifar undir, er bent á að hvalaskoðun hafi verið meðal allra vinsælustu afþreyingargreina í ferðaþjónustu. Árið 2014 hafi alls farið 230.000 farþegar í hvalaskoðun. Fyrir liggi jafnframt að hvalaskoðunin í Reykjavík telji að hrefnuveiði í Faxaflóa ógni tilverugrundvelli sínum og í desember 2014 ályktuðu allir flokkar í borgarstjórn Reykjavikur að griðarsvæði hvala í Faxaflóa skuli stækkað.

IFAW telja einnig fulla ástæðu til að mat á heildarhagsmunum vegna hvalveiða taki til sögulegra staðreynda og leggja til að matið feli í sér sagnfræðilega úttekt. „Alþingi Íslendinga, sem fór með heimastjórn, var eitt fyrst þjóðþinga til að samþykkja algjört bann við hvalveiðum við Ísland árið 1915 að kröfu fólks víða um austan- og norðanvert landið.

Það bann stóð til 1928 þegar því var aflétt að kröfu Norðmanna og Dana. Atvinnuveiðar í viðskiptaskyni hófust ekki að neinu marki fyrr en árið 1948 með tilkomu Hvals hf. en þá höfðu erlend ríki stundað stórhvalaveiðar við landið í rúm 300 ár. Þetta skiptir einnig máli, að mati IFAW, við mat á heildarhagsmunum Íslands þegar kemur að hvalveiðum,“ segir í umsögninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert