Aldrei meira tekið af maríjúana

Kannabis.
Kannabis.

„Áfram er sama magnið af „grasi“ í umferð og það virðist vera innlend framleiðsla. Það rímar saman við tölurnar sem þú ert með,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi.

Lögreglan og tollgæslan lögðu hald á tæp 63 kíló af maríjúana á síðasta ári. Er það meira en áður hefur þekkst á einu ári. Meginhlutinn var tekinn úr ræktun eða framleiðslu fíkniefna hér innanlands.

Í bráðabirgðatölum sem Ríkislögreglustjórinn hefur tekið saman sést að það magn maríjúana sem lagt var hald á í fyrra er þrefalt meira en á árunum 2012 og 2013 og tvöfalt meira en á tveimur árum þar á undan. Einnig margfaldaðist sá fjöldi af LSD-skömmtum sem lagt var hald á, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert