Byrjað á tveimur Höfðatorgsturnum í ár

Fosshótelið rís við Höfðatorg.
Fosshótelið rís við Höfðatorg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdir við 12 hæða íbúðaturn á Höfðatorgi í Reykjavík eru hafnar og er áformað að hefja byggingu 9 hæða skrifstofuturns á sama reit með haustinu.

Turnarnir bætast við Höfðatorgsturninn, einn hæsta skýjakljúf landsins, og Fosshótels-turninn, sem nú er verið að leggja lokahönd á, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Pétur Guðmundsson, forstjóri Eyktar, segir að innan fárra ára verði byrjað að byggja síðasta turninn á reitnum. Sá verður 9 hæðir og mun framkvæmdin kalla á niðurrif á austari hluta reitsins. Þau áform hafa ekki verið tímasett. Stærstur hluti rýmisins í Höfðatorgsturninum er nú í útleigu. Turninn stóð lengi hálftómur eftir efnahagshrunið en síðan hefur gengið verulega á lagerinn af auðu atvinnuhúsnæði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert