Enn hætta fyrir hendi

Frá eldgosinu í Holuhrauni
Frá eldgosinu í Holuhrauni mbl.is/R

Jarðskjálftar mælast daglega við Herðubreið og Herðubreiðartögl. Hrina um 20 smáskjálfta mældist norður af Herðubreiðartöglum á mánudagskvöldið. Þetta er meðal þess sem var rætt á fundi vísindamannaráðs almannavarna í fyrradag.

Á fundinum var fjallað um þær hættur sem enn geta verið vegna atburðanna í Bárðarbungu og við Holuhraun.

Líkt og fram kom í gær treysta jarðvísindamenn í vísindamannaráði almannavarna sér ekki til að ráðleggja opnun svæðisins við Holuhraun að svo stöddu. Vilja þeir fyrst bæta vöktun vegna hugsanlegra jökulflóða og gasmengunar.

Almannavarnir grundvalla lokanir svæða á hættumati sem vísindamenn undirbúa. Þeir hafa að undanförnu verið að endurmeta hættumatið sem var í gildi á meðan eldgos var í Holuhrauni. Eftir að gosi lauk hefur verið búist við að lokunum yrði breytt.

Það var niðurstaða vísindaráðs að fjölga þurfi mælitækjum sem geta numið merki um hættur og efla vöktun á Veðurstofu Íslands verði almenningi veittur aðgangur að svæðinu

Farið verður í mótvægisaðgerðir til þess að minnka áhættuna á svæðinu og ákvörðun tekin um frekari opnun í framhaldi af því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert