Stjórnarandstaðan sendir ESB bréf

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa sent sameiginlegt bréf til Evrópusambandsins þar sem lýst er afstöðu þeirra til þeirra ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að óska eftir því við sambandið að Ísland verði ekki lengur skilgreint sem umsóknarríki að því.

Fram kemur í fréttatilkynningu að formenn þingflokks stjórnarandstöðuflokkanna hafi óskað eftir því við Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis, að þeim skilaboðum væri komið á framfæri við Evrópusambandið að ákvörðun ríkisstjórnarinnar ætti ekki stoð í ákvörðunum þingsins og að ályktun þess frá 2009 um að sótt yrði um inngöngu í sambandið væri í fullu gildi. Því hafi hins vegar verið hafnað.

Fyrir vikið hafi formönnum flokkanna verið nauðugur sá kostur að senda áðurnefnd bréf til stofnana Evrópusambandsins „um að ríkisstjórnin hafi hvorki umboð þings né þjóðar til að breyta stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu með þeim hætti sem tilkynnt er í bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert