Hjallar hrundu eins og spilaborg

Fiskihjallar féllu við Gróttu á Seltjarnarnesi í morgun.
Fiskihjallar féllu við Gróttu á Seltjarnarnesi í morgun.

Gamlir fiskihjallar vestast á Seltjarnarnesi, út við Gróttu, hrundu eins og spilaborg í óveðrinu í morgun. Ofsarok með mikilli rigningu hefur gengið yfir suðvesturhornið en veðrið þar er smám saman að ganga niður.

Þá fuku þakplötur af áhaldahúsi Seltjarnarnesbæjar og stór rúða brotnaði í tónlistarskóla bæjarins, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Einnig hafa girðingar og trampólín fokið i bænum.

Mikið álag hefur verið á Neyðarlínunni 112 vegna tilkynninga um foktjón í morgun. Hefur lögreglan beðið fólk um að nota ekki númerið nema í neyðartilvikum.

Einnig hefur mikið mætt á lögreglunni og björgunarsveitum sem hafa sinnt vel yfir 300 verkefnum og slökkviliðið yfir tuttugu vatnstjónum. Engin slys hafa orðið á fólki, svo vitað sé.

Þá brotnaði rúða í tónlistarskóla bæjarins.
Þá brotnaði rúða í tónlistarskóla bæjarins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert