Gagnrýndu fundarleysi fyrir helgi

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í pontu á Alþingi í dag. …
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, í pontu á Alþingi í dag. Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, slær í bjölluna. mbl.is/Kristinn

Þingmenn úr röðum stjórnarandstöðunnar gagnrýndu harðlega við upphaf þingfundar á Alþingi í dag að Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, hafi ekki orðið við ósk um þingfund á föstudaginn um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að óska eftir því við Evrópusambandið að Íslandi yrði ekki lengur á lista sambandsins yfir umsóknarríki.

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sakaði ríkisstjórnina um aðför að Alþingi og sagðist harma að forseti þingsins hafi ekki orðið við ósk um þingfund fyrir helgi. Sagði hann óljóst miðað við orðræðu forystumanna stjórnarliða hvort um meiriháttar ákvörðun hafi verið að ræða eða ekki. Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, sagði að um meiriháttar stjórnskipunarkrísu væri að ræða.

Þingmennirnir lýstu hins vegar ánægju sinni með að forseti Alþingis hafi breytt dagskrá þingsins í dag þannig að ræða mætti um ákvörðun ríkisstjórnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert