Ríkisstjórnin einhuga um ákvörðunina

Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra.
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. mbl.is/Eggert

Ríkisstjórnin var einhuga um þá ákvörðun að tilkynna Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki að sambandinu.

Þetta sagði Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra í umræðum á Alþingi í dag en ákvörðunin var tekin á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn fyrir viku og bréf byggt á henni afhent fulltrúum Evrópusambandsins á fimmtudaginn.

Sigrún sagðist ennfremur sammála Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra en Bjarni sagðist telja ríkisstjórnina óbundna af þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 2009 þess efnis að sótt yrði um inngöngu í Evrópusambandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert