Samstaða um margbreytileika

Nemendur og starfsmenn tæplega 30 grunnskóla tóku saman höndum í dag til að sýna samstöðu með margbreytileika. Hver skóli útfærði hugmyndina á sinn hátt en í Landakotsskóla mynduðu hátt í 200 manns tvöfalt hjarta á skólalóðinni. Gjörningurinn er hluti af Evrópuviku gegn kynþáttamisrétti.

mbl.is var í turni Landakotskirkju þegar gjörningurinn fór fram kl. 11 í morgun. Í Langholtsskóla var tekið upp myndskeið með dróna þegar nemendur umgirtu skólann en aðrir skólar með færri nemendur þurftu að gera öðruvísi útfærslu t.d. grunnskólinn í Breiðdalshreppi þar sem einungis 18 nemendur eru í skólanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert