Tillagan róttæk og vanhugsuð

Dagur B. Eggertsson í pontu á borgarstjórnarfundi í dag.
Dagur B. Eggertsson í pontu á borgarstjórnarfundi í dag. Skjáskot af reykjavik.is

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, telur tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að bólusetning verði skilyrði fyrir leikskólavist í borginni of róttæka og vanhugsaða. Segir hann jafnframt að hugsunin á bakvið tillöguna sé ekki hluti af samfélaginu eins og hann vilji hafa það.

Á borgarstjórnarfundi í dag hnykkti Dagur á því að hann væri talsmaður bólusetninga. „Ég tel aukaverkanir og áhættu sem þeim fylgja vera dvergsmáar miðað við ávinning einstaklings og samfélags sem nýtur góðs að því sem allra flestir séu bólusettir. Það er engin spurning í mínum huga að bólusetningar eins og þeim er still t upp hér á landi eru af hinu góða.“

Sagði hann þá leið að meina leikskólabörnum um skólavist séu þau ekki bólusett róttæka og ónauðsynlega.

„Í leikskólum sem eru fullir af bólusettum börnum eiga þau það sameiginlegt að þeim stafar engin hætta af óbólusettu barni því þau eru bólusett,“ sagði Dagur. Sagði hann jafnframt að það væri miklu frekar óbólusettu börnunum sem stafar hætta af smiti. „Það stafar engum hætta af óbólusettum nema að viðkomandi sé smitaður af tilteknum sjúkdómi.“

Bætti hann við að það væri ekki ráðlegt að setja óbólusetta saman í vistun eins og lagt er til í tillögu Sjálfstæðisflokksins. „Það endurspeglar það að tillagan sem augljóslega mínu mati sett af góðum hug en hún er ekki mjög mikið hugsuð eða unnin í samvinnu við þá sem meta þessi mál,“ sagði borgatstjóri.

Ítrekaði Dagur að hann væri þó ekki að halda því fram að það sé ómögulegt að alvarlegir smitsjúkdómar nái til Íslands. Nefndi hann mikilvægi þess að fara yfir umhverfið og umræðuna um hvernig að slíku skyldi staðið. Sagði hann að nýbúið væri að gera viðbragðsráætlun í borginni vegna heimsfaraldurs inflúensu. Í þeirri áætlun er gengið út frá viðmiðum og unnið með fagfólki og innviðum almannavarna.

Dagur lagði áherslu á að fyrst þyrfti að gera áhættumat, síðan huga að aðgerðum.

„Áður en borgarstjórn ætti að hugleiða það hvort hún samþykkti svona róttæka aðgerð væri algjört lágmark að láta gera áhættumat sem styddi þá nálgun sóttvarnarlaga sem ná utan um þennan málaflokk,“ sagði Dagur.

„Lögin bera með sér ná utan um hættu sem getur stafað af sjúkdómum en líka mannréttindum einstaklinga og hópa sem þurfa að vinna þegar aðgerðum er beitt.“

Las dagur upp úr svari sóttvarnarlæknis við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar borgarfulltrúa um bólusetningar. Þar kom fram að 2% foreldra í borginni kjósi að láta ekki bólusetja börn sín. Á fundinum í dag kom fram að það sé oftast gleymska eða trassaskapur sem veldur því að börn eru ekki bólusett. Í svarinu kemur fram að að mati sóttvarnarlæknis er vandinn hér á landi ekki jafn mikill og blásið hefur verið upp og að Íslendingar séu á svipuðu róli og nágrannaþjóðir þegar kemur að bólusetningum.

Fyrri frétt mbl.is:

Vilja að bólusetning verði skilyrði fyrir leikskólavist

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »

Áslaug Arna staðgengill varaformanns

12:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, verður staðgengill varaformanns Sjálfstæðisflokksins meðfram ritarastarfinu fram að landsfundi flokksins. Meira »

Staðið vaktina í 41 ár og ekki á förum

12:54 María Einarsdóttir, pylsudrottning í Bæjarins beztu, kom í drottningarviðtal í Turninn á K100 í morgun. Hún talaði um lífið í pylsuvagninum, vinnu á eftirlaunaaldrinum og fleira. Meira »

Uppstilling hjá Framsókn í Reykjavík

12:52 Kjördæmaráð Framsóknarflokksins í Reykjavík samþykkti á fundi sínum í morgun að stilla upp á lista flokksins í Reykjavíkur-kjördæmunum tveimur. Listarnir verða kynntir á fundi kjördæmaþingi 5. október. Meira »

Ekkert tilefni til gönuhlaups BF

12:52 „Við erum hér saman komin vegna gönuhlaups tveggja flokka, sem gáfu sig þó út fyrir bætt vinnubrögð.“ Þetta sagði Sigríður Andersen dómsmálaráðherra á fundi Sjálfstæðismanna á Hótel Nordica fyrr í dag. Meira »

Ofurhetjur á Húsavík

12:43 Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar, Leif Erikson Exploration Awards, verða veitt í þriðja sinn í dag.  Meira »

Sumarhýran var í veskinu

12:29 Ung kona sem var við störf á Íslandi í sumar átti veskið sem heiðarlegur borgari kom með á lögreglustöðina í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Alls voru 3.800 evrur, sem svarar til 490 þúsund króna, í reiðufé í veskinu. Meira »

Eldri borgarar til bjargar RIFF

12:02 Auglýst var eftir sjálfboðaliðum til starfa fyrir RIFF á vef Félags eldri borgara. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Sjálfboðaliðarnir segjast hafa sótt um til að prófa eitthvað nýtt og spennandi og hafa nóg að gera. Meira »

Ríkinu gert að greiða fyrir gæsluvaktir

11:58 Íslenska ríkið var í Hæstarétti í vikunni dæmt til að greiða fyrrverandi yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða tæpar 14 milljónir króna fyrir gæsluvaktir sem hann átti rétt á eftir að staða hans var lögð niður á sínum tíma. Í héraðsdómi var íslenska ríkið sýknað af kröfu mannsins. Meira »

Stilla væntanlega upp í S-kjördæmi

11:19 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, á von á því að flokkurinn muni ekki halda prófkjör í kjördæminu fyrir komandi alþingiskosningar. Meira »

Kom hingað til að lifa af

09:33 Majid Zarei vissi ekki að hann væri á Íslandi fyrr en hann sótti um alþjóðlega vernd hér á landi hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli. Majid var handtekinn á flugvellinum og eyddi tveimur vikum í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Meira »

Gefa tæki fyrir 40 milljónir

08:55 Í nóvember munu Hollvinasamtök SHA afhenda tæki og búnað að andvirði tæplega 40 milljóna króna. „Við höfum verið ansi drjúg en það hittir þannig á fyrir tilviljun að nóvembermánuður verður óvenjustór hjá okkur,“ segir formaður samtakanna. Meira »

Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

11:01 Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is. Meira »

Finnur fyrir stuðningi og meðbyr

08:59 Það lá vel á Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, í Alþingishúsinu í gær. Ekki dró það úr ánægjunni að heyra að VG væri stærsti flokkurinn á þingi. Meira »

Ullserkur setur svip á borgina

08:18 Sveppur hefur verið áberandi í borginni að undanförnu, til dæmis á grænum svæðum og umferðareyjum. Hann heitir ullserkur eða ullblekill, en hefur einnig verið nefndur bleksveppur. Meira »
HONDA CR-V VARAHLUTIR 1998-2001+Hyunday Tuson hedd
Á til notaða varahluti í Honda CR-V 1997-2001 td. drif toppgrind,hedd afturljós ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...