Píratar stærstir

Frá stofnfundi Pírataflokksins á Íslandi 2012.
Frá stofnfundi Pírataflokksins á Íslandi 2012. mbl.is/Golli

Píratar hafa bætt við sig miklu fylgi frá því í síðustu könnun MMR, sem lauk 19. febrúar og mælast nú með mest fylgi allra flokka á Íslandi, en tekið er fram að munur á fylgi Pírata og Sjálfstæðisflokksins sé þó innan tölfræðilegra vikmarka. Fylgi Pírata mældist nú 23,9% en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 23,4% stuðnings.

Fylgi Pírata mældist nú 23,9%, borið saman við 12,8% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,4%, borið saman við 25,5% í síðustu könnun.

Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,5%, borið saman við 14,5% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,0%, borið saman við 13,1% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,8%, borið saman við 12,9% í síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 10,3%, borið saman við 15,0% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist undir 2%. 

Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 33,4% en mældist 36,4% í síðustu mælingu (sem lauk þann 19. febrúar s.l.) og 34,1% í janúar s.l. (lauk 29. janúar).

Könnunin var framkvæmd dagana 13. til 18. mars 2015 og var heildarfjöldi svarenda 969 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Nánar um könnunina hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert