30% hækkun íbúðaverðs

Grafarvogur séð til norðausturs, Mosafellsbær og Esja í bakgrunni.
Grafarvogur séð til norðausturs, Mosafellsbær og Esja í bakgrunni. Mats Wibe Lund

Raunverð íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu er nú svipað og í mars 2005 og hefur það hækkað um 30% frá því í apríl kreppuárið 2010.

Flest bendir til að áfram verði spenna á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu og eiga lítið framboð og íbúafjölgun þátt í því. Gangi spá Landsbankans eftir verður raunverðið senn orðið 

Vekur athygli að meðalverðið í Grafarvogi nálgast 300 þúsund krónur og selst dæmigerð 100 fermetra íbúð í hverfinu því nú á tæpar 30 milljónir. Spár um að fasteignir í úthverfum Reykjavíkur myndu hækka í verði, í kjölfar hækkunar í miðborginni, eru því að rætast, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert