Ferðamenn kaupa 30-50% platna

Eiður Arnarsson segir ferðamenn eiga stóran þátt í hljómplötusölu.
Eiður Arnarsson segir ferðamenn eiga stóran þátt í hljómplötusölu. mbl.is/Eggert

Nýr markaður hefur risið í hljómplötusölu á Íslandi á umliðnum árum – erlendir ferðamenn. Að sögn Eiðs Arnarssonar, framkvæmdastjóra Félags íslenskra hljómplötuframleiðenda, kaupa þeir sífellt meira af plötum hér á landi og nær eingöngu íslenskt efni. „Við sjáum það á sölutölum frá viku til viku að ferðamenn eru orðnir stór hluti af sölunni í dag. Plata eins og Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta er ennþá á topp tíu enda þótt erfitt sé að finna Íslending sem á eftir að kaupa hana. Það sést varla erlend plata á topp þrjátíu. Fyrir neðan það er erlent efni mun atkvæðameira.“

Plötuútgefendur eru í vaxandi mæli farnir að stíla inn á ferðamenn með útgáfum eins og This is Icelandic Indie Music eða Hot Spring-plöturnar frá Senu, Acoustic Iceland og annað slíkt. „Þetta efni er á bilinu 30-50% af heildarsölunni á topp þrjátíu stóran hluta ársins,“ segir Eiður.

Nánar er fjallað um stöðu plötusölu í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert