Létu ekki vita af breyttri innheimtu

Eitt þeirra bréfa sem Fjárvakur sendi út fyrir Já.
Eitt þeirra bréfa sem Fjárvakur sendi út fyrir Já.

Fyrirtækið Já hefur að undanförnu fengið fjölda kvartana og ábendinga frá sínum viðskiptavinum vegna reikninga í einkabanka og greiðsluseðla fyrir þjónustu sem þeir töldu sig ekki hafa stofnað til.

Í einhverjum tilvikum hafa reikningarnir farið í innheimtu og fólk fengið sendar viðvaranir frá Fjárvakri. Neytendasamtökin hafa einnig fengið ábendingar útaf þessu.

Við eftirgrennslan Morgunblaðsins hjá Já kemur í ljós að í langflestum tilvikum er um að ræða rukkun á árgjaldi fyrir viðbótarskráningu á Já.is, líkt og fyrir aukalínu í símaskránni. Fram að síðustu áramótum fengu símnotendur rukkun fyrir þessu í símreikningum Símans en frá 1. janúar sl. ákvað Já að beina viðskiptum sínum til Fjárvakurs, sem sér um innheimtu og móttöku greiðslna fyrir fyrirtækið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert