Ekkert sem er farið af stað

Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata.
Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata. mbl.is/Birgitta

„Þetta er mín hugmynd – hún er róttæk en ég hef ekki farið með þetta formlega fyrir flokkinn eða rætt hana við aðra flokka,“ segir Birgitta Jónsdóttir, kapteinn Pírata, en hún vill að stjórnarandstaðan geri með sér stjórnarsáttmála eins og ríkisstjórnir gera með sér eftir kosningar.

Hugmyndin er að það liggi ljóst fyrir áður en gengið er til kosninga að stjórnarandstöðuflokkanir myndu gera með sér bindandi samkomulag sem hafi það að markmiði að klára vinnu við nýja stjórnarskrá og leysa upp þingið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Ég hef verið að spjalla við ýmsa pírata um þetta og fengið ágætis viðbrögð. Þetta er ekkert sem er farið af stað – það eru jú tvö ár í kosningar. Þetta er enn bara hugmynd. En ég skynja að mikill fjöldi Íslendinga er að kalla eftir þessu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert