Leitt að blanda Jóhönnu í málið

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir að sér þyki afskaplega leitt að sjá að Jóhönnu Sigurðardóttur skuli vera blandað inn í umræðuna um framboð sitt til formanns Samfylkingarinnar. Hún segir Samfylkinguna sinn flokk og að þar liggi framtíð sín, mbl.is ræddi við hana í morgun en þingflokksfundur Samfylkingarinnar hefst klukkan 13:30.

Hún segist hafa átt góðan fund með Árna Páli Árnasyni, formanni flokksins, í morgun þar sem farið var yfir daginn og málefni þingflokksfundarins. Jafnframt segir hún að sér hafi brugðið verulega við að sjá viðbrögð sumra flokkssystkina sinna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert