Spáin reyndist nærri lagi

Ferðamenn í Reykjavík.
Ferðamenn í Reykjavík. mbl.is/Styrmir Kári

Árið 2001 spáði Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður og þáverandi sérfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun, því að hingað til lands myndi koma um ein milljón ferðamanna árið 2016.

Kom þetta fram í erindi sem hann flutti á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) en talan fékkst m.a. með því að framreikna þá fjölgun sem varð á ferðamönnum milli áranna 1990 og 2000, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þegar Vilhjálmur setti fram spá sína, árið 2001, var fjöldi ferðamanna 296.000. Sjö árum síðar var talan komin yfir 500.000 og í fyrra voru ferðamenn rúmlega 997.000. Er því nú spáð að um 1,2 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert