65% hækkun málsvarnarlauna verjenda

Úr dómsal. Héraðsdómur Reykjavíkur.
Úr dómsal. Héraðsdómur Reykjavíkur. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Málsvarnarlaun og þóknanir verjenda og réttargæslumanna í sakamálum hafa verið hækkuð með ákvörðun dómstólaráðs. Þetta kemur fram í tilkynningu dómstólaráðs um viðmiðunarreglur fyrir héraðsdómstólana, sem birt var í lok janúar sl.

Tímakaup verjenda hækkar úr 10 þúsund kr. í 16.500 kr. eða um 65% og tekið er fram í reglunum að málsvarnarlaunin skuli aldrei vera lægri en 78.000 kr., sem er hækkun úr 46.700 kr., að því er fram kemur í umfjöllun um þessar hækkanir í Morgunblaðinu í dag. 

Þá hækkar lágmarksþóknun verjenda og réttargæslumanna fyrir að mæta við fyrirtöku hjá lögreglu eða dómara úr 20.000 kr. í 52.000 kr., sem er um 160% hækkun. Standi fyrirtaka lengur en í tvær klukkustundir greiðist hver byrjuð klukkustund fram yfir það með 16.500 kr. samkvæmt viðmiðunarreglum dómstólaráðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert