Þrettán sagt upp hjá Samgöngustofu

Starfsmenn bera merki Samgöngustofu þegar stofnunin flutti í nýtt húsnæði …
Starfsmenn bera merki Samgöngustofu þegar stofnunin flutti í nýtt húsnæði á síðasta ári. mbl.is/Þórður

Þrettán starfsmönnum Samgöngustofu var sagt upp í dag. Samkvæmt heimildum mbl.is voru uppsagnirnar liður Samgöngustofu í því að halda sig innan fjárlaga en samhliða uppsögnunum verða einhverjar skipulagsbreytingar hjá stofnuninni.

Auk höfuðstöðva Samgöngustofu í Ármúla í Reykjavík starfar stofnunin á Akureyri, Stykkishólmi og Ísafirði. Starfsemin verður áfram á landsbyggðinni samkvæmt heimildum mbl.is

Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Samgöngustofu eða Þórólf Árnason, forstjóra Samgöngustofu, við vinnslu fréttarinnar en starfsmannafundur er nú í gangi.

Uppfært 17:24

Samgöngustofa sendi frá sér fréttatilkynningu fyrr í dag. Þar segir að gripið hefði verið til skipulagsbreytinga eftir að fjárheimildir til reksturs stofnunarinnar árið 2015 voru þrengri en áður hafði verið gert ráð fyrir.

Frétt mbl.is: Fjárheimildir þrengri en áður var gert ráð fyrir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert