Kvartaði yfir fjarveru stjórnarliða

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, kvartaði yfir því á Alþingi í dag að umræða um Þróunarsamvinnustofnun hafi staðið yfir í þinginu fram á kvöld í gær án þess að þingmenn stjórnarflokkanna hefðu tekið þátt í þeim.

Katrín sagði ekki ásættanlegt að stjórnarandstöðuþingmenn þyrftu að ræða málin sín á milli með þessum hætti án þess að stjórnarþingmenn tækju þátt í umræðunni. Lýsti hún áhyggjum sínum af stöðu Alþingis vegna þessa og fór fram á að málið yrði tekið upp í forsætisnefnd þingsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert