Ólögmætið snýr að fjölda kjörkassa

Þar sem tæknimennirnir á RÚV eru í fjórum stéttarfélögum hefði …
Þar sem tæknimennirnir á RÚV eru í fjórum stéttarfélögum hefði atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun átt að fara fram með fjóra kjörkassa. mbl.is/Ómar

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir að tæknilegt atriði við atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu hafi orðið til þess að Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að verkfall rúmlega 50 tæknimanna RÚV sé ólöglegt.

Tæknilega atriðið snýr að því, að sögn Kristjáns, að þar sem tæknimennirnir á RÚV eru í fjórum stéttarfélögum hefðu þeir átt að skila atkvæðum sínum í fjóra kjörkassa en ekki einn eins og var gert.

Fyrirhugað verkfall tæknimannanna, sem átti að hefjast á morgun, frestast því um óákveðinn tíma að sögn Kristjáns en hann segir að þokast hefði áfram í samningaviðræðum við RÚV fyrr í dag. Það er fundur hjá ríkissáttasemjara á föstudag. Ef sá fundur gengur illa verður kosið um verkfallsboðun á nýjan leik. Verður atkvæðum skilað í fjóra kjörkassa þá, segir Kristján. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert