Verkfallið ólöglegt

mbl.is/Ómar
Boðað verkfall rúmlega 50 tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu er ólöglegt. Þetta er niðurstaða Félagsdóms samkvæmt RÚV en verkfall tæknimannanna átti að hefjast í fyrramálið.
Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að boðað verkfall rúmlega 50 tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu sé ólöglegt. Það átti að hefjast í fyrramálið.

Samningamenn Rafiðnaðarsambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins funda enn hjá Ríkissáttasemjara. Samtök atvinnulífsins hafa samningsumboð fyrir hönd RÚV og hefur Rafiðnaðarsambandið farið fram á að sérkjarasamningur verði gerður við tæknimennina. SA hefur neitað þeirri kröfu og kærði verkfallsboðunina.

Nýtt samningstilboð kom frá RÚV í dag en það snýr að því að hluti samnings verði sérstaklega við RÚV. Samninganefnd Rafiðnaðarsambandsins hyggst fara yfir tilboðið í dag og á morgun. Nýr fundur hefur verið boðaður í deilunni kl. 10 á föstudagsmorgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert