Búin að biðja Geir afsökunar

Vigdís Hauksdóttir: Ég er mikil baráttukona, með mjög ríka réttlætiskennd.
Vigdís Hauksdóttir: Ég er mikil baráttukona, með mjög ríka réttlætiskennd. mbl.is/Rax

„Það kom ekkert annað til greina en að fara eins hátt upp með veislugestina og ég gat,“ segir Vigdís Hauksdóttir alþingismaður. Hún fagnaði á dögunum hálfrar aldar afmæli sínu, en segja má að himinhvolfin sjálf hafi séð um helstu skemmtiatriðin í veislunni, þar sem sólmyrkvann fræga bar upp á sama dag, og fengu afmælisgestirnir að njóta hans úr Turninum í Kópavogi.

Vigdís var vel undirbúin fyrir þennan merkisviðburð. „Ég hef vitað það í nærri aldarfjórðung að það yrði sólmyrkvi þennan dag, því ég er mikil áhugamanneskja um náttúruna og himinhvolfin. Þegar ég áttaði mig á því að ég yrði fimmtug þennan dag ákvað ég að ég myndi halda upp á það og bjóða fjölskyldu og vinum til veislunnar,“ segir Vigdís.

Ólíkt því sem gengur og gerist með slík afmælisboð hófst veislan um níuleytið um morguninn. „Ég varð auðvitað að nýta sólmyrkvann, og hann varð svona snemma að morgni.“ Vigdís segir að það hafi síðan gert góðan dag enn betri að náttúran hafi heilsað með heiðskírum degi, þannig að gestir gátu notið sólmyrkvans til fullnustu. „Það var búið að spá illa fyrir daginn, þannig að það var algjör bónus að fá svona gott veður. Þetta reyndist líka góður ísbrjótur,“ segir Vigdís, og bætir við að fólk sé enn að lýsa yfir ánægju sinni með viðburðinn. „Og þá er takmarkinu náð.“

Hafði engu að tapa

Vigdís hefur oftar en ekki þótt umdeild í þingstörfum sínum, og hefur mátt þola mikið og illt umtal frá því að hún var fyrst kjörin á þing árið 2009. En hvers vegna ákvað hún að taka þátt í stjórnmálum? „Ég er mikil baráttukona, með mjög ríka réttlætiskennd. Ég hef mikinn metnað fyrir þessu starfi, því að alþingismenn geta haft áhrif ef þeir leggja sig fram um það. Ég hef verið gagnrýnd fyrir það að ég vil ekki lúffa fyrir neinum, hvort sem það er ESB, embættismannakerfið eða forsvarsmenn ríkisstofnana, ég segi mína skoðun og er því ekkert vinsælust hjá einhverjum hópi fólks. Mér er líka nákvæmlega sama,“ segir Vigdís.

Hún segist líta á það sem merki um að hún sé á réttri leið ef umtalið verður mikið. „Þá er ég að hreyfa við einhverju sem enginn annar hefur þorað að gera, og það drífur mig áfram í þessu starfi,“ segir Vigdís.

Það var ekki heiglum hent að ætla sér að rífa upp Framsóknarflokkinn í höfuðborginni, þar sem hann hafði misst báða þingmenn sína árið 2007, en Vigdís segist vera stolt af þeim árangri sem flokkurinn hafi náð þar síðan. Ekki bara hafi hún náð þar kjöri tvisvar, heldur hafi Framsóknarflokkurinn aldrei haft fleiri þingmenn á höfuðborgarsvæðinu en nú eftir síðustu kosningar.

Vigdís er ekki síður ánægð með þann árangur sem náðist í borgarstjórnarkosningunum síðustu, þrátt fyrir mikinn andróður. „Öll sú hatramma hatursumræða sem skapaðist í kringum framboðið varð til þess eins að auka fylgi flokksins,“ segir Vigdís, og bendir á að hin illa umræða um framboðið hafi byrjað þegar til álita kom að Guðni Ágústsson yrði oddviti flokksins í borginni.

Hagræðingin gengur of hægt

Þegar Vigdís er spurð hvort að hún gangi með ráðherrann í maganum segir hún að hún hefði þegið það strax eftir kosningarnar 2013, en til þess kom ekki á þeim tímapunkti. Vigdís segir að umhverfisráðuneytið hefði ekki verið spennandi kostur fyrir sig nú, þegar hún væri formaður fjárlaganefndar, enda kynni hún vel við sig þar, og menntun hennar í skatta- og viðskiptalögfræði nýttist þar vel. Hún útilokar hins vegar ekki að hún myndi hafa hug á ráðherraembætti síðar.

Hún er hins vegar nokkuð gagnrýnin á embættismannakerfið, sem hún segir vera orðið allt of stórt.„Við erum komin fram á brúnina með að við höfum skattfé til þess að greiða fyrir hið opinbera,“ segir Vigdís. Hún nefnir sem dæmi hugmynd sem kynnt var í þingflokknum í vikunni um að reisa viðbyggingu við Alþingishúsið. Hún spyr fyrir hvaða fé ætti að reisa þá byggingu. „Ef við viljum styrkja þingið, þá væri nær að styrkja innviði þess frekar en yfirbygginguna,“ segir Vigdís, og vísar til frumvarps um lagaskrifstofu þingsins sem hún hafi flutt en ekki náð í gegn, en með því væri hægt að styrkja löggjafarvaldið. Að sama skapi sé mikil tregða innan kerfisins að hagræða og breyta.

Vigdís segir sína sannfæringu byggjast á rekstri. „Ég hef rekið fyrirtæki og þetta er ekkert öðruvísi. Það verða að vera nægar tekjur til þess að borga útgjöldin.“

Sér eftir Landsdómsmálinu

Talið berst að hatri og heift í stjórnmálum, en Vigdís segir að enn eimi eftir af síðasta kjörtímabili, sem haf einkennst af miklum átökum.

„Mjög mörg mál voru sett upp, ESB, stjórnarskrármálið, landsdómsmálið, það átti að umbylta fiskveiðistjórnunarkerfinu og þetta var mjög átakamikið þing.“

Hún segir forystumenn stjórnarinnar hafa gert þau mistök að hafa talið sig vera komna til að vera, og því ekki skeytt neitt um það hvaða skoðanir almennir þingmenn innan þeirra raða höfðu á stefnumálum ríkisstjórnarinnar. „Þau fórnuðu þingmanni eftir þingmann.“

Í því samhengi segir Vigdís að samfélagið þurfi að ræða atburðarásina sem leiddi til þess að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, endaði einn fyrir Landsdómi, þar sem nefnd þingmanna hefði gert tillögu um að fjórir ráðherrar myndu sæta ákæru.

„Þar komum við að þessari rosalegu hræsni Samfylkingarinnar, og hvernig þingmenn þeirra voru tilbúnir til þess að svíkja og stinga í bakið,“ segir Vigdís, sem minnist þess að málið hafi verið rætt á þingflokksfundi Framsóknarflokksins stuttu fyrir atkvæðagreiðsluna. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að þetta væri einn fyrir alla og allir fyrir einn og að fjallað yrði um tillöguna í heild sinni. Ég spurði um þetta á fundinum, og þá kom upp hik og sagt var að það gæti ekki verið að það ætti að greiða atkvæði um hvern og einn.“

Vigdís segist hafa ákveðið á grunni þeirra gagna sem hún hafði aflað sér og vinnu þeirra tveggja fulltrúa sem Framsókn hafði í nefnd Atla Gíslasonar að rétt væri að greiða atkvæði með tillögunni. „En þegar í þingsal er komið, þá er búið að brjóta hana niður, og greidd atkvæði um hvern og einn ráðherra sem kom mér mjög á óvart. Það var fyrst og fremst Samfylkingin sem hlífði sínu fólki, það voru engin heilindi, eða raunverulegur vilji á bak við. Það var mjög skrýtið andrúmsloft í þingsalnum þegar þetta gerðist, það var svo þrúgandi að það var hægt að skera andrúmsloftið. Eftirleikinn vita allir. Umræðan hefur ekki verið tekin nægilega í samfélaginu, hvers vegna þingmenn Samfylkingarinnar fóru þessa leið,“ segir Vigdís með nokkrum þunga.

„Einhver sagði að það hefði átt að stöðva atkvæðagreiðsluna þegar í ljós kom hvernig í pottinn var búið, en ég skil ekki í þáverandi forseta að taka það í mál að brjóta tillöguna upp án þess að vara þingmenn við.“ Vigdís segir nú að málið hafi reynst bæði kostnaðarsamt og tilgangslaust.

Engu að síður lagðist Vigdís gegn því að málið yrði dregið til baka, þegar ályktun um slíkt kom aftur fyrir þingið. „Þá var ég á þeim stað á þessu átakaþingi að ég var búin að taka slagi út af stjórnarskránni og ESB, og búin að sæta mikilli gagnrýni, og mér fannst ég ekki geta skipt um hest í miðri á. Eftir á að hyggja var það rangt hjá mér.“

Vigdís segist sjá mikið eftir þætti sínum í þessu máli. „Með hjálp góðra manna tókst mér að koma á fundi með Geir H. Haarde, og ég er búin að biðja hann afsökunar og hann hefur fyrirgefið mér og ég hef gert hreint fyrir mínum dyrum. Það sýnir hvað Geir er stórbrotinn persónuleiki að taka svona afsökunarbeiðni. Það sýnir styrk hans sem einstaklings, og hvað hann kemur heilsteyptur út úr þessum harmleik,“ segir Vigdís.

Eftir á að hyggja segir Vigdís ljóst að málið hafi komið úr ranni forystumanna ríkisstjórnarinnar, hún hafi fyrir því öruggar heimildir. Hún bætir við að hún hafi einfaldlega gengið í gildruna sem forysta ríkisstjórnarinnar hafi lagt. Sér hafi því eiginlega runnið blóðið til skyldunnar að biðja Geir afsökunar.

Viðræðunum hefur verið slitið

En það var ekki bara Landsdómsmálið sem reyndist erfitt á síðasta kjörtímabili. Hún segir það skýrt að aðildarumsóknin að Evrópusambandinu hafi siglt í strand þegar í mars 2011, þegar sambandið gat ekki lagt fram rýniskýrslu sína í sjávarútvegskaflanum. „Bæði þingi og þjóð var haldið í blekkingu árin 2012 og 2013 og látin standa í þeirri trú að viðræður væru í gangi allan þennan tíma, sem síðan kom í ljós að var ekki.“ Vigdís segir hlutverk núverandi stjórnarflokka hafa orðið það að taka til eftir Samfylkinguna í Evrópusambandsmálinu.

Nokkrar umræður hafa orðið um það hvaða gildi bréf Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, til Evrópusambandsins hafi, og svo virðist sem að sambandið sjálft líti ekki á það sem ígildi viðræðuslita. Vigdís er annarrar skoðunar. „Þetta er þvílíkur dónaskapur og hroki hjá embættismannaelítunni í Brussel, að koma svona fram við sjálfstætt og fullvalda ríki, maður á ekki orð til að lýsa því hvílíkur hroki birtist þarna,“ segir Vigdís. „Ég lít svo á að það sé búið að slíta þessum viðræðum, þetta ferli er búið. Þingsályktunin getur ekki bundið sitjandi stjórnvöld,“ segir Vigdís, og bætir við að „pakkinn margfrægi“ sé í raun Lissabon-samningurinn vafinn í sellófan. „Og sellófan er gegnsætt, og þeir sem vilja sjá í pakkann vita hvað er í honum. Þessi málflutningur um að kíkja í pakkann er svo mikill hálfsannleikur, og reynt að slá ryki í augu fólks. Ef við viljum inn þurfum við að aðlaga okkur að öllum lögum og reglugerðum sem ESB stendur fyrir.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Færri komust í flugið en vildu

22:46 „Þetta er sérstaklega vont þegar það er ófært landleiðina líka,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect. Veður hefur hamlað flugsamgöngum til og frá Ísafirði í vikunni en veðurspár gera áfram ráð fyrir miklu hvassviðri víða um land. Meira »

Skipstjórinn fagnar rannsókninni

22:12 „Ég fagna þessari rannsókn af heilum hug,“ segir Víðir Jónsson, skipstjóri til 20 ára á Kleifabergi. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims, sagði fyrr í kvöld að hann hygðist á morgun kæra myndband sem birt var í kvöldfréttum RÚV til lögreglu. Meira »

Fagna því að konur rjúfi þögnina

22:07 Ung vinstri græn, Uppreisn, Samband ungra framsóknarmanna, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir píratar fagna því að konur séu að stíga fram og rjúfa þögnina um kynferðislega áreitni, ofbeldi og valdbeitingu innan stjórnmála. Meira »

Forsendur fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs

21:22 „Stofnun miðhálendisþjóðgarðs er fullkomlega gerleg. Það eru allar forsendur fyrir hendi. Það yrðu stórkostlegar framfarir ef Alþingi myndi samþykkja að stofna slíkan þjóðgarð,“ segir Árni Finnsson um miðhálendisþjóðgarð. Meira »

Vitlaust veður næstu tvo sólarhringa

20:48 Vaxandi lægð fyrir austan land ásamt öflugri hæð yfir Grænlandi veldur því að næstu tvo sólarhringa verður nær samfellt hríðarveður með skafrenningi frá Vestfjörðum og austur á land. Meira »

„Ég veit bara að ég er miður mín“

20:40 „Sum segja mig gera lítið úr kynferðisofbeldi með þessari fyrri færslu um sektarkennd vegna kynlífs sem ekki átti að eiga sér stað. Það var alls ekki ætlunin.“ Þetta skrifar þingmaðurinn fyrrverandi Gunnar Hrafn Jónsson á Facebook. Meira »

„Verður kært strax í fyrramálið“

20:09 „Það þarf að rannsaka þetta. Þetta er kolólöglegt,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við mbl.is. Hann vill komast til botns í því hvernig myndband, sem tekið var um borð í Kleifabergi, varð til og hver stóð að baki brottkastinu sem í því birtist. Meira »

Vinningsmiði keyptur í Noregi

20:20 Fyrsti vinn­ing­ur gekk ekki út í Vík­ingalottó­inu í kvöld en einn hlaut annan vinning. Sá heppni keypti miðann í Noregi en hann hlýtur 381 milljón í sinn hlut. Meira »

Deilt um nokkur lykilatriði

19:57 Aðalmeðferð í máli ákærrvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars Jónssonar Aspar hófst í dag. Mörg atriði eru óumdeild í tengslum við málið, en þó nokkur atriði standa þó út af og var framburður vitna í mörgum lykilatriðum ekki samhljóða. Meira »

Mikill áhugi á jafnréttisþingi

19:26 Jafnréttisþing Garðaskóla var haldið í annað sinn í gær, en þar er nemendum boðið upp á málstofur og smiðjur tengdar jafnréttismálum. Meira »

Vísað af heimili og sætir nálgunarbanni

18:39 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem fyrr í nóvember dæmdi að maður skyldi sæta brottvísun af heimili og nálgunarbanni í fjórar vikur. Maðurinn má ekki koma nær heimili brotaþola, konu sem hann átti í sambandi við, en 50 metra. Hann má ekki nálgast hana á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Meira »

Finnst ljótu handritin áhugaverðust

18:27 Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita. Meira »

Jón: „Vildi ekki valda neinum skaða“

18:12 Jón Trausti Lúthersson segist ekki hafa veitt Arnari Jónssyni Aspar neina áverka. Fyrr í dag hafði Sveinn Gestur Tryggvason, sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás í tengslum við andlát Arnars, sagt að Arnar og Jón Trausti hefðu tekist á og að Jón Trausti hefði lamið Arnar með neyðarhamri. Meira »

Þeir fyrstu að koma til Egilsstaða

17:31 Fyrstu farþegarnir, sem voru í rútunni sem ók aftan á snjóplóg á Austurlandi fyrr í dag, eru væntanlegir til Egilsstaða á hverri stundu. Að sögn aðgerðarstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum hefur ferðin sóst hægt enda er vont veður og blint á fjallvegum. Meira »

Birtingin ekki borin undir Geir

17:14 Birting á endurriti af símtali Davíðs Oddsonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra, var ekki borin undir Geir. Endurritið var birt í Morgunblaðinu á laugardag en Geir segir í svari við fyrirspurn Vísis að það hafi ekki verið borið undir hann. Meira »

Vegum víða lokað vegna veðurs

17:57 Þjóðvegur 1 er lokaður um Skeiðarársand, frá Lómagnúpi að Jökulsárlóni. Einnig eru Mývatns- og Möðrudalsöræfi lokuð og þá er óvissustig á Flateyrarvegi og í Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu. Meira »

Gefa út áætlun um neyðarrýmingu

17:15 Ef til neyðarrýmingar kemur vegna eldgoss í Öræfajökli skulu þeir sem búa í námunda við jökulinn fara stystu leið að bæjunum Svínafelli 1, Hofi 1 eða Hnappavöllum 2. Þar skulu þeir bíða frekari fyrirmæla í bílum sínum. Meira »

Opna fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum

16:31 Fljótsdalshéraðsdeild Rauða krossins hefur opnað fjöldahjálparstöð á Egilsstöðum þar sem tekið verður á móti farþegum rútu sem lentu í slysi í Víðidal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rauða krossinum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
SUMARFRÍ Í SÓL & HITA Í VENTURA FLORIDA
Glæsilegt HÚS til leigu v. 18 holu golfv, 3 svh. 2 bh.,1 wc, stór stofa, eldhús ...
Lok á heita potta - 1
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Stimplar
...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...