Enn áhugi á Noregi

Frá einni af mörgum kynningum Vinnumálastofnunar og EURES á atvinnutækifærum …
Frá einni af mörgum kynningum Vinnumálastofnunar og EURES á atvinnutækifærum ytra. mbl.is/Kristinn

Rúmlega 300 manns sóttu starfakynningu í Reykjavík í vikunni sem evrópska vinnumiðlunin EURES stóð fyrir.

Fjöldi starfa í Noregi var til kynningar hjá ráðgjöfum EURES og fulltrúum norskra fyrirtækja og sveitarfélaga, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta var í færra lagi miðað við síðustu kynningar en það hefur líka áhrif að hvaða störfum er verið að leita. Það var ekki eins fjölbreytt og verið hefur oft áður,“ segir Þóra Ágústsdóttir, verkefnisstjóri hjá EURES á Íslandi, en ekki hafa verið ákveðnar fleiri starfakynningar í ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert