Gæti verið kveikur sem skilar fleiri vorskipum

Skemmtiferðaskipin Magellan og Marco Polo við Skarfabakka.
Skemmtiferðaskipin Magellan og Marco Polo við Skarfabakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta gekk mjög vel og gæti verið kveikur sem skilar okkur fleiri skipakomum snemma vors á komandi árum.“

Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, í Morgunblaðinu í dag, en fjögur skemmtiferðaskip komu til Reykjavíkur um síðustu helgi, en það er fyrr en áður.

Gísli segir að vertíð skemmtiferðaskipa hafi síðustu ár verið að lengjast á haustin en þetta séu fyrstu merkin um að tímabilið gæti byrjað fyrr. „Auðvitað höfðu menn áhyggjur af veðurlagi, en það dúraði á milli lægða svo dæmið gekk upp,“ segir Gísli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert